,,Björg hefur kennt skapandi skrif um langt árabil. Hún er kennari af Guðs náð og skilur og stjórnar andrúmslofti í hópi af nærfærni, skilningi og festu. Hvað viðkemur bókmenntum, skrifum, kennslu og mannlegum samskiptum hefur Björg eitthvert sjötta skilningarvit, sem nýtist heildrænt í öllum verkefnum hennar á vegum Stílvopnsins. Björg á fjölmarga dygga aðdáendur sem mæta á námskeiðin hennar og ritbúðir aftur og aftur. Sumir þeirra fylgja henni til endimarka heimsins (bókstaflega), þ.e. á ritbúðir sem hún heldur í fjarlægum heimshlutum."
Haukur Arnþórsson
,,Björg er mjög flink í að leyfa nemendum sínum að koma sjálfum sér á óvart. ."
Ragnheiður Ólafsdóttir
,,Ég mæli hiklaust með því að fara á námskeið til Bjargar. Hún er mjög flink í að leyfa nemendum sínum að koma sjálfum sér á óvart. Aðferðir hennar eru í senn skemmtilegar og skapandi, þær ýta undir hugmyndaflug og auka færni manns hratt og örugglega.”
Ragnheiður Ólafsdóttir, Endurminningaskrif (2016)
Námskeið á næstunni
Stílvopnið í útrás
Stílvopnið er til húsa í Reykjavík en heldur gjarnan námskeið úti á landi (einkum ef um það er beðið).
Námskeiðin eru líka æ oftar haldin á erlendri grund. Hópur er á leiðinni í ritbúðir á Indlandi og undirbúningur er hafinn að þeim næstu, á döfinni eru námskeið á Íslendingaslóðum Costa Blanca, kennaraferð til evrópskrar borgar, skipulögð ferð á bókmenntahátíð og ferðin til Tansaníu í fyrra verður náttúrulega lengi í minnum höfð.
Verið velkomin á námskeið í höfuðborginni, landsbyggðunum og heiminum öllum!
Námskeið Stílvopnsins eru í senn forvitnileg, fræðandi og skemmtileg.
Áhersla er lögð á:
- námsumhverfi þar sem allir fá notið sín,
- skipulagt félagsnám þar sem hver lærir af öðrum,
- kennsluaðferðir sem vinna gegn ritstíflum og ótta við hið óskrifaða orð,
- æfingar sem ýta undir leit að eigin umfjöllunarefnum og höfundarrödd,
- námsefni sem hverfist um það sem skapað er á námskeiðinu frekar en fyrri skrif,
- frelsi til að skapa af lyst á milli skipta þótt engin séu heimaverkefnin.
Ýmsar bækur hafa orðið til á námskeiðum Stílvopnsins. Fagnaðafundir samnemenda Hönnu Óladóttur í útgáfupartíi.
Viðfangsefni námskeiðanna:
Skrifað og skáldað
Skapandi skrif og Hetjuferðarskrif
Skapað og lifað
Sköpunarsmiðja, ritbúðir
Skrifað og lifað
Endurminningaskrif, Skrifað um veruleikann og ritbúðir
Kennslufræði
Kennslufræði ritlistarkennslu og samfélagslista (sérsniðin námskeið)
Viltu vita meira?
Hringdu í Björgu eða sendu tölvupóst.
